Við útvegum þér tólin og tæknina sem gera þér kleift að nýta rýmið sem best. Sem leiðandi snjallheimilis sérfræðingar fáum við ekki bara verkefni frá Íslandi heldur út um allan heim. Kynntu þér verkefnin okkar til að fá innblástur og sjá hvað er mögulegt á þínu heimili!
Á efstu hæð í hæstu byggingu Íslands er lúxusþakíbúð með útsýni yfir snævi þakta fjallstinda, djúpbláan sjó og glæsilegt panorama útsýni yfir miðbæinn. Þótt þetta útsýni eitt og sér sé nóg til þess að lokka heimamenn jafnt sem ferðamenn er það sem gerir íbúðina stórbrotna snjallheimilislausnirnar sem veita þægindi í hverju herbergi.
Skandinavísk heimili eru þekkt fyrir opna innanhússhönnun og notkun glers til að gefa náttúrulegt ljós og hreina og samrýmda hönnun. Þetta heimili er engin undantekning. En það sem gerir þetta heimili einstakt eru snjalltæknilausnirnar sem eru innleiddar um allt heimilið og hvernig þessar lausnir skapa einstaka tækniupplifun fyrir hvern notanda.
Lúxusbústaður sem er stútfullur af snjalltækni. Fullkomlega sérsniðin lýsingarhönnun og lýsing, öflugur netbúnaður, aðgangsstýring, rofar og tenglar frá Lutron og stýring fyrir sundlaug og heitan pott skapa samþætta tækniupplifun.
2016 hönnuðum við og innleiddum alhliða hljóð- og myndkerfi fyrir nýjar evrópskar höfuðstöðvar Accel í London. Kerfið innihélt fjarfundabúnað í þremur ólíkum fundaherbergjum, Sonos hljóð- og mynduppsetningu á bókasafni og líkamsræktarstöð skrifstofunnar.
Við Reykjavíkurhöfn býður Austurhöfn upp á yfir 70 íbúðir með sígildri hönnun. Með tilkomumikið útsýni yfir flóann og miðbæinn setur Austurhöfn ný viðmið í lúxusíbúðum.
Með Foresight GCHawk golfhermi, Optoma UHZ65 skjávarpa, innfelldri Lutron ljósastýringu, Savant heimilissjálfstýringu, TDG Audio alltumlykjandi hljóðkerfi og sérsniðin LED ljós frá NSS verður þessi bílskúrseining meira en bara staður til að æfa sveifluna. Þetta varð að allsherjarafþreyingarrými sem öll fjölskyldan gæti notið.
Takk fyrir að hafa samband.
Endilega fylltu út eyðublaðið hér að neðan og við höfum samband.
Hlökkum til að heyra í þér fljótlega!