Lúxusheimili og nútímaíbúðir verða að höfða til mismunandi lífsstíls og þarfa fjölbreytts notendahóps og snjallheimilistækni er skilvirk leið til að gera gæfumuninn fyrir nútímakaupendur. Með því að innlima öflugt net, nútímagetu fyrir hljóð og mynd og samþætta snjallrýmisstýringu um alla bygginguna geta hönnuðir tryggt að íbúar finni ekki bara fyrir þægindum heldur elski heimili sín.
Reynsla okkar spannar allt frá lúxusíbúðum í hjarta Reykjavíkur til glæsihýsa við sjávarsíðuna. Við vinnum beint með hönnuðum til þess að leggja áherslu á að lækka kostnað, minnka flækjustig og að bæta reynslu bæði hönnuða og íbúa. Heimsækið undirsíðu okkar um ferlið til þess að fræðast um nálgun okkar og hvernig við störfum með arkitektum, hönnuðum og fleiri.
Lausnir okkar eru hannaðar fyrir allt frá smæstu heimilum til stærstu atvinnubygginga. Með því að starfa með staðbundnum fyrirtækjum getum við tekið að okkur hvaða verkefni sem er óháð stærð eða umfangi. Lausnir okkar eru meira en einfaldar DIY vörur. Við stillum hundruð vara á hverjum tíma og sameinum þær í einu samþættu kerfi sem er einfalt í notkun og nýtur stuðnings þjónustuteymis okkar.
Hvert snjallrými er jafneinstakt og manneskjan sem nýtir það. Til þess að mæta þörfum allra eru verkefni okkar einstaklega sveigjanleg og þau má sníða að óskum hvers og eins. Þetta má best sjá á Austurhöfn. Þessar lúxusíbúðir í hjarta Reykjavíkur eru með grunnsnjallheimilispakka sem má útvíkka og sérsníða að óskum og lífsstíl hvers eiganda.
Sem hluta af ferli okkar: Hönnun, Uppbygging, Aðstoð gerum við ráðstafanir fyrir snjalleiginleika og tækni snemma í hönnunarferlinu. Þetta hjálpar okkur að draga verulega úr innleiðingarkostnaði vegna þess að hugað er að rafmagnstengingum, staðsetningum og endingu á byggingarstigi í stað þess að huga að því eftir á. Það skilar sér í hærra söluverði og áhugasamari kaupendum.
Lýsing, gluggatjöld, öryggi og internetið koma öll saman til þess að skila snjallbyggingu sem hentar ólíkum þörfum þínum og íbúa þinna.
Ekkert verkefni er eins lýsandi fyrir hönnunarlausnir okkar og Austurhöfn. Á hafnarbakkanum í Reykjavík er Austurhöfn að setja nýjan staðal í lúxusíbúðum. Yfir 70 íbúðir eru í Austurhöfn og hver íbúð er með grunnsnjallheimilispakka sem sníða má eftir óskum hvers eiganda og lífsstíl. Grunnpakkinn inniheldur ljósastýringu, snjallofna, 2N öryggiskerfi og raddstýringu. Óski eigendur eftir viðbótarsnjalllausnum í íbúðir sínar eru Plúspakki og Úrvalspakki í boði sem innihalda hátalara í lofti, þráðlaus gluggatjöld, leisergrafna rofa og fleira. Nánari upplýsingar má finna í raundæmi okkar Íbúðir með viti.
Takk fyrir að hafa samband.
Endilega fylltu út eyðublaðið hér að neðan og við höfum samband.
Hlökkum til að heyra í þér fljótlega!