Besta íbúð Íslands

Á efstu hæð hæstu byggingar Íslands er lúxusþakíbúð með útsýni yfir snævi þakta fjallstinda, djúpbláan sjó og glæsilegt panorama útsýni yfir miðbæinn. Gluggar um allt rýmið teygja sig frá gólfum til lofts til þess að draga betur fram glæsilegt útsýnið og gefa nóg af náttúrulegu ljósi. Þótt þetta útsýni eitt og sér sé nóg til þess að lokka heimamenn jafnt sem ferðamenn er það sem gerir íbúðina stórbrotna snjallheimilislausnirnar sem veita þægindi í hverju herbergi. Útsýnið, innanhússhönnunin og snjallheimilislausnirnar blandast saman til að skila ótrúlegri reynslu og urðu til þess að Hús & Híbýli völdu hana „Bestu íbúð Íslands.“

 • þjónusta

  • Snjalllýsing

  • Hönnun netkerfa

  • Hljóð og mynd

  • Hitastýring

 • Kerfishlutar

  • Savant snertiskjáir í veggjum
  • Savant ProAV hljóð- og myndgjörvar
  • Savant tónlistarþjónn
  • Cisco Meraki netkerfi
  • Sophos eldveggur
  • Lutron sérsniðnar Palladiom veggstýringar
  • Lutron Homeworks QS kerfi
  • LG 4K sjónvörp
  • Amina ósýnilegir hátalarar
  • Wago Industrial HVAC stjórntæki
 • Samstarfsaðilar

  • Apple
  • Amina
  • Bang and Olufsen
  • Basalte
  • Cisco
  • LG
  • Lutron
  • Savant
  • Sophos

Savant og Lutron

Snjallheimili kemur best út þegar samstarfsaðilinn í tæknimálum er með í ráðum á hönnunarstigi. Þetta var raunin í þessari þakíbúð þar sem við gátum starfað beint með arkitektinum Birni Skaptasyni frá Atelier arkitektum til þess að tryggja að innleiðing snjalltækni væri hnökralaus og lágmarkaði útlitsáhrif á hönnun hússins. 

 

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem eigandinn vann með snjallheimiliskerfi. Í fyrri íbúð hans var eilíft vesen með snjallheimiliskerfið. Tækniaðstoð kom svo oft í heimsókn að hún var orðinn eins og þaulsætinn gestur, lagandi kerfi sem aldrei virtist virka eins og ætlað var. Með nýju íbúðinni var markmiðið að vera með kerfi sem virkaði sem skyldi og að þegar eitthvað klikkaði væri hægt að laga það í fjarvinnu. 

 

Til þess að spara honum pirring og tryggja að daglegt líf hans væri ekki sífellt truflað af heimsóknum tækniaðstoðar völdum við blöndu af Savant kerfi og Lutron Homeworks stýringu fyrir lýsingu og gluggatjöld. Með þessari blöndu gátum við bundið saman lýsingu heimilisins, gluggatjöld (nauðsynleg til að loka á miðnætursólina), hljóð og mynd, hitakerfi, öryggi og jafnvel heita pottinn! DMX stýriviðmót Lutron gerði okkur kleift að koma RGB stýringu í ljósastæðið sem sést að ofan í hlýrri glóandi fjólublárri sýn. 

Tenging við bílskúrseininguna

Eins og sjá má í verkefni okkar, Paradís golfarans, var bílskúrsrými sem fylgdi þessari þakíbúð breytt í alhliða afþreyingarrými. Með golfhermi, heimabíói og afgangsrými til að leggja bíl er bílskúrsrýmið í samrými við þakíbúðina. Til þess að greiða fyrir samskiptum milli bílskúrsins og þakíbúðarinnar lögðum við ljósleiðara frá efstu hæð niður á neðstu. Þetta gerði okkur kleift að halda báðum rýmum á sama Cisco Meraki kerfinu og leyfa eigandanum að stjórna allri snjalltækni sama hvar hann er staðsettur með öruggum og liðskiptum netkerfum.

 

Fyrir aðgang að bílskúrnum og þakíbúðinni komum við upp Savant kerfi beint í upplýsinga- og fjarskiptatækni öryggiskerfis hússins þannig að sama fjarstýring gæfi honum aðgang að byggingunni og að íbúðinni hans eða bílskúrnum. Með Savant samþættingunni getur hann stýrt aðgangi og séð upptökur úr öryggismyndavélum í snjallsímanum eða einhverju Savant Touch stýrieininganna á heimilinu. 

Heimili í stöðugri þróun

Eigandinn er mikill talsmaður snjalltækni, enda yfirlýstur tækniáhugamaður. Í hvert sinn sem ný tækni er kynnt til sögunnar vill hann finna leið til að koma henni á heimilið. Þessi áhugi á snjalltækni og áframhaldandi samband hans við Nordic Smart Spaces hefur orðið til þess að heimili hans er meðal fremstu snjallheimila.

 

Upprunalegt kerfi var sett upp 2011 en hefur verið uppfært verulega í gegnum árin til þess að tryggja að það sé í takt við tímann. Þessar uppfærslur eru m.a. úr veggstýringum í Savant snertiskjái, að skipta út fylkiskerfi fyrir hljóð og mynd með Savant AV-over-IP til þess að geta notað 4K sjónvörp og uppsprettur, uppsetning á fyrirferðarminni og snjallari sjónvörpum og uppsetning á ósýnilegum Amina hátölurum. Amina hátalararnir voru stærsta uppfærslan á hönnun heimilisins, þar sem þeir eru (eins og nafnið gefur til kynna) algjörlega ósýnilegir. Þeim er komið fyrir á bakvið veggi og loftþil, þannig að þeir minnka sjónræna truflun án þess að fórna hljómgæðum.

 

Byrjaðu snjallheimilisvegferð þína

Hefur þessi íbúð veitt þér innblástur? Langar þig að kanna snjallheimilislausnir fyrir þitt heimili? Byrjaðu snjallheimilisvegferð þína í dag með því að hafa samband við snjallheimilisteymið okkar.