Lúxusbústaður sem er stútfullur af snjalltækni. Bústaðurinn er staðsettur í óbyggðum og honum fylgir glæsileg sundlaug, tveir útipottar, gufubað og heimarækt, allt með náttúruna í bakgrunni. Snjallbústaðurinn veitir hvíld frá ys og þys borgarlífsins og hámarkar slökun og persónulega upplifun fyrir gesti.
Með háþróaðri snjallheimilistækni fyrir sjálfvirkni á öllu heimilinu fæst fyrirhafnarlaus stjórn á öllu í bústaðnum – sama hvar eigandi eignarinnar er staðsettur. Rafdrifnir gluggar og gluggatjöld frá Lutron laga sig að veðri. Fullkomlega stillanleg lýsing um allt húsið gefur færi á að vista ákveðnar senur, sem virkjast síðan með því að ýta á takka. Gufubaðinu, heitu pottunum og sundlauginni er stjórnað með einu og sama tækinu. Notandinn getur kveikt og slökkt, stillt vatnshitann og jafnvel nuddið. Allt í sama kerfinu, stjórnað með einföldum hætti.
Vegna áætlana um að leigja bústaðinn út, gerði eigandinn sér ljóst að hann þyrfti að koma upp snjalltækni til þess að reyna á mörk þess mögulega fyrir hvað eignin gæti boðið upp á. Viðskiptavinur okkar vissi ekki hve víðtæka möguleika snjallheimilistæknin byði upp á. Þess vegna leitaði hann til okkar hjá Nordic Smart Spaces og fékk okkur til að aðstoða sig við að hanna og byggja snjallheimili, útkoman var sérsniðið hússtjórnarkerfi sem afar einfalt er í notkun.
Tæknisérfræðingar okkar hafa hannað hússtjórnarkerfi og snjalltækni á heimilum um allan heim. Frá stórhýsum í Boston, til húsa við sjávarsíðuna í Flórída, til þakíbúða í miðbæ Reykjavíkur, vorum við með reynsluna til að sinna þessu verkefni.
Eitt af erfiðustu úrlausnarefnum þessa verkefnis var að innleiða snjalltækni á heimili sem var þegar fullbyggt. Þar sem upprunaleg hönnun gerði ekki ráð fyrir hússtjórnarkerfi eða snjalltækni, var nauðsynlegt að finna lausnir til að viðhalda stíl hússins við innleiðingu snjalltækninnar. Lokavaran þurfti að bjóða upp á úrval fyrir fram stilltra sviðsmynda en á sama tíma að vera algjörlega sérsníðanleg til þess að gera rýmið persónulegt og styðja við fjölbreyttar óskir leigjenda og notenda hússins.
Flækjustig verkefnisins var meira en ella þar sem húsið er steinsteypt, sem gerði okkur erfiðara fyrir að koma fyrir kerfi sem virkar um allt heimilið. Vegna þarfarinnar fyrir samþætt kerfi fyrir allt heimilið, þurfti kerfið að bjóða upp á sterkt merki hvar sem þú ert í húsinu, innandyra eða utandyra.
Viltu breyta skoða að tæknivæða eignina þína? Hafðu samband við teymið okkar.
Takk fyrir að hafa samband.
Endilega fylltu út eyðublaðið hér að neðan og við höfum samband.
Hlökkum til að heyra í þér fljótlega!