Snjallheimili er meira en samansafn af lýsingu, hljóð og mynd, hitastillingu og öryggiskerfi. Það er staður þar sem tækniupplifun aðlagast hverjum og einum notanda. Í tilviki þessa breytta bílskúrs er þessi ógleymanlega reynsla á formi skemmtimiðstöðvar fyrir alla fjölskylduna. Rýmið inniheldur golfhermi, heimabíó og leikjaherbergi. Í stað rýmis til að geyma bíla hugsuðu eigandinn og arkitektinn sér endurbætta útgáfu af hefðbundna bílskúrnum, stað fyrir alla fjölskylduna til að njóta.

Staður fyrir fjölskylduna til að njóta

Það er með Foresight GCHawk golfhermi, Optoma UHZ65 skjávarpa, samþættri ljósastýringu frá Lutron, Savant heimilissjálfstýringu, TDG Audio alltumlykjandi hljóðkerfi og sérsniðin LED ljós frá NSS. Þessi bílskúrseining varð meira en bara staður til að æfa sveifluna. Þetta varð að allsherjarafþreyingarrými sem öll fjölskyldan gæti notið. Allt frá bíókvöldum til æsilegra borðtennisleikja (eigandinn er sjálfur ákafur spilari) á sér stað í þessu fullbúna rými.

Hönnun afþreyingarrýmis

Fyrir marga bílaáhugamenn er 195 fermetra bílskúr draumastaður til að geyma bestu bílana sína. Fyrir eiganda þessarar einingar var bílskúrinn staður til hversdagsnota með vannýtta möguleika. Arkitektinn Björn Skaptason og Nordic Smart Spaces stóðu frammi fyrir þeirri áskorun að búa til rými með skírskotun í áhugamál eigandans sem á sama tíma fylgdi hönnunarstíl þakíbúðarinnar, sem valin var „Besta íbúð Íslands“ af Húsum og híbýlum 2015.

  • þjónusta

    • Lýsing

    • Hljóð og mynd

    • Aðstoð

  • Kerfishlutar

    • Foresight GCHawk golfhermir
    • Lutron Homeworks QS kerfi fyrir innbyggða stjórn um allt rýmið
    • Sérsniðnar Lutron Palladiom veggstýringar í litum sem passa ólíkri hönnun
    • Lutron Occupancy Sensor fyrir sjálfvirka stýringu
    • Savant 4K UHD Video Output IP móttakari fyrir háþróaða myndbandsvinnslu
    • Savant Pro fjarstýringar til að stjórna lýsingu, hljóði og mynd
    • Wever & Ducre LED ljós
    • TDG Audio LCR hátalarar í veggjum
    • TDG Skybar LCR Architectural heimabíóhljóðkerfi
    • Amina ALF120 ósýnilegur bassahátalari
    • Optoma UHZ65 4K Ultra High-Definition skjávarpi
  • Samstarfsaðilar

  • “At first, we didn’t know what we were going to do with the space. Once we finally settled on something and had the architect do some drawings, it became clear that TSP was the best fit for this project.”

    Home owner, Skuggi Media Room

Einstök golfupplifun

Það sem kom út úr áskoruninni er bílskúrseining sem er allt annað en hinn hefðbundni bílskúr.

CGHawk golfhermirinn var lykilatriði í tækni rýmisins. Hann gerir eigandanum kleift að njóta síns helsta áhugamáls, jafnvel á köldum vetrardögum. Háþróuð rakning hluta og glæsileg 4k upplausn gefa heildræna upplifun þegar sveiflan er æfð. Til viðbótar við heildræna upplifunina er Optoma UHZ65 háskerpuskjávarpi með 4K upplausn og stórbrotnum myndgæðum.

Fullkomið alltumlykjandi hljóð

Til þess að fullkomna vettvanginn komu Nordic Smart Spaces TDG Audio í rýmið með sex LCR hátölurum í veggjum og Skybar LCR heimabíóhljóðkerfi. Þessir hátalarar með alltumlykjandi hljóði koma með Arcam AVR390 móttakara, sem veitir DIRAC hljóðkvörðun (e. DIRAC acoustic calibration). Þetta fullkomnar hljóðið með einkaleyfisvarinni mælitækni. Með fullkominni hljóð- og myndupplifun líður þér virkilega eins og þú sért að munda kylfuna á björtum sólardegi þótt þú sért innandyra heima hjá þér.

Afþreyingarrými með fullkominni sjálfvirkni

Fyrir utan möguleikann á að fara í golf á hvaða árstíma sem er býður rýmið upp á alsjálfvirkar sviðsmyndir fyrir hvaða aðstæður sem er. Með einum takka er hægt að deyfa ljósin og setja skjávarpann á bíóstillingu þannig að fjölskyldan geti notið bíókvölds saman. Einföld raddskipun setur ljósin aftur á fulla birtu þegar eigandinn rúllar út leikjaborðinu fyrir spennandi borðtennisleik (annað áhugamál sem öll fjölskyldan nýtur saman).

Lutron Homeworks QS kerfi er meginstoðin í stýringu rýmisins, sem inniheldur sérsniðnar Palladiom veggstýringar, Savant sjálfstýringu og Wever & Ducre LED lýsingu. Með því að samþætta allar þessar vörur hnökralaust í heildrænt stýrikerfi getum við endurhannað bílskúrsrýmið í ánægjulegt og sveigjanlegt rými.

  • “It’s really the best looking garage you’ve ever seen. It’s not even just a garage, it’s a 2,000 square-foot man cave. My family are avid golfers, and ping pong is one of my favorite activities. We also have access to television, so it’s actually turned into a space that a lot of people are enjoying.”

    Owner, Skuggi Media Room

Byrjaðu snjallheimilisvegferð þína

Viltu umbreyta bílskúrnum í afþreyingarrými? Byrjaðu snjallheimilisvegferð þína í dag með því að hafa samband við snjallheimilisteymið okkar.