Byggt með hæfileikafólki Íslands á þessu sviði

Við sjávarsíðuna rétt utan við Reykjavík má finna villu með útsýni yfir Norður-Atlantshaf sem endurskilgreinir lúxusheimili í öllum skilningi. Húsið var byggt árið 2006 en með nýjum eigendum 2016 var farið í algjöra endurnýjun á innanhússhönnun og skipulagi hússins innandyra. Leitað var til íslensks hæfleikafólks og nýr eigandi setti saman teymi af færustu arkitektum og hönnuðum (Studio Granda og innanhússhönnuðinum Selmu Ágústsdóttur) til þess að skapa þetta glæsilega heimili. 

 

Snjalltæknilausnir

Nýju eigendurnir vildu að ný hönnun heimilisins endurspeglaði það besta í skandinavískri nútímahönnun auk þess besta í snjalltækni. Þess vegna leituðu eigendurnir til Nordic Smart Spaces. Með því að starfa beint með arkitektunum og hönnuðunum í gegnum allt verkefnið settum við upp snjallheimilislausnir um allt heimilið sem voru í mörgum tilvikum ósýnilegar íbúum og gestum hússins. Í öllum okkar verkefnum reynum við að vera með á hönnunar- og byggingarstigi auk þess að sinna viðhaldsaðstoð þegar allt er tilbúið. 

  • þjónusta

    • Hljóð og mynd

    • Lýsing

    • Gardínur

  • Kerfishlutar

    • Amina Edge5 ósýnilegir hátalarar
    • Amina ALF120 and ALF80 bassahátalarar
    • Lutron HomeworksQS gjörvi
    • Sérsniðnar Lutron Sivoia QS hljóðlátar gardínur
    • Savant Pro fjarstýring
    • Savant Pro Audio 4 samþætt tónlistarlausn
  • Samstarfsaðilar

Hönnun með opnum rýmum

Á nýjum heimilum njóta opin rými vaxandi vinsælda, sérstaklega í skandinavíska stílnum, þar sem innannhússhönnun með miklu gleri veitir nóg af náttúrulegu ljósi. Umfram allt er hreinn og samhangandi stíll og þetta heimili er engin undantekning. Öll herbergi heimilisins bjóða upp á víðfeðmt útsýni til sjávar og yfir sveitina, sem kallast fullkomlega á við stílhreina innanhússhönnunina.

Eitt erfiðasta viðfangsefnið í þessu verkefni var samþætting tækninnar. Sérstaklega hljóðkerfi fyrir allt húsið sem ekki spillti fyrir sérstakri hönnun hússins. Það þurfti að falla hnökralaust inn í stíl hússins og vera algjörlega ósýnilegt innan úr húsinu. Á sama tíma var ekkert gefið eftir í einstakri tækniupplifun sem bæði bætti og einfaldaði líf húsráðenda.

Ósýnileg lausn

Fyrir hljóðkerfi hússins leituðum við til Amina sem bjóða byltingarkennda ósýnilega hátalara. Á bak við þil veggja og lofts fela ósýnilegir hátalarar Amina sig og bjóða upp á einstaka hljóðupplifun. Þeir voru notaðir í helstu rými hússins, þ.á.m. eldhús, borðstofu, skrifstofu, svefnherbergi og stofu. Við höfum komið Amina hátölurum fyrir á heimilum fjölda viðskiptavina en þeir eru einnig notaðir á söfnum, hótelum og öðrum lúxusíverustöðum. Alls eru 20 Amina Edge5 ósýnilegir hátalarar með fimm Amina ALF bassahátölurum á heimilinu.

12 svæði alltumlykjandi hljóðs

Fyrir hljóðdreifingu veita þrír Savant Pro Audio 4 streymi, brúun hljóðs og myndar og mögnun fyrir alls 12 sjálfstæð svæði heimahljóðkerfisins. Savant Pro Audio 4 er samþætt tónlistarlausn. Hún inniheldur 50 eða 125 watta magnara, samþætta hljóðvinnslu og fjögur svæði hágæðahljómflutnings sem samstilltur er milli herbergja.

Með því að innleiða ósýnilegu hátalarana frá Amina og hljóðlausn Savant sköpuðum við ótrúlega hljóðupplifun fyrir eigendur hússins sem er algjörlega falin hvert sem litið er á heimilinu.

Snjalltæknilausnir frá þeim bestu í bransanum

Í þessari villu við sjávarsíðuna fléttuðum við fjölbreytta tækni heimilisins í eitt samþætt kerfi. Í þessu fólst að samþætta hljóð frá Amina, sjónvörp frá Samsung, lýsingu frá KNX, gardínustýringu frá Lutron, stjórnkerfi frá Basalte og heimaöryggislausn frá 2N til þess að veita notendum heimilisins alltumlykjandi og úthugsaða tækniupplifun. 

 

Samþætt stýring

Í nánast hverju verkefni sem við blásum lífi í nýtum við okkur snjalltæknilausnir Savant til þess að beisla tækni heimilisins og koma henni saman í eitt kerfi. Möguleikinn á að beisla stýringu á nánast hvaða lausn þriðja aðila sem er á markaðnum gerir Savant að lykilþætti í öllum okkar snjallheimilisverkefnum en við erum eini söluaðili Savant á Íslandi.

 

  • “The great thing about the Savant platform is that it allows for so many different integration possibilities. They’re not just saying they’ll only integrate with ‘XY&Z’ manufacturers. A big focus of theirs is increasing their compatibility and ease of programming. That was key for us on this project.”

    Michael Oh, President of TSP Smart Spaces

Hefurðu áhuga á snjalltæknilausnum?

Viltu breyta heimilinu þínu í snjallrými? Byrjaðu snjallheimilisvegferðina í dag með því að hafa samband við snjallheimilisteymið okkar.