Snjallíbúðir á hafnarbakkanum í miðbæ Reykjavíkur

Við Reykjavíkurhöfn býður Austurhöfn upp á meira en 70 snjallíbúðir með sígildri hönnun. Með tilkomumikið útsýni yfir flóann og miðbæinn setur Austurhöfn ný viðmið í lúxusíbúðum. Leitað var til okkar 2019 um að hanna snjalltækni fyrir þessar nýju lúxusblokkir. Það leiddi til spennandi samstarfs ýmissa teyma í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Íslandi til þess að þróa ótal möguleika fyrir mögulega kaupendur.

Að koma snjalltækni inn á heimili

Með því að velja íbúð á Austurhöfn velurðu viðurkennda snjallheimilistækni. Hvert heimili á Austurhöfn inniheldur grunnpakka með ljósastýringu, snjallofnum, snjallhýsitölvu og aðgangsstýringu frá 2N. Snjallheimilissérfræðingar okkar hjá Nordic Smart Spaces vönduðu valið þannig að grunnpakkinn inniheldur allt það helsta fyrir alla sem eru að byrja í snjallheimilum.

Þótt þetta sé frábær byrjun fyrir hvaða húsráðanda sem er þá er það bara toppurinn á ísjakanum þegar kemur að möguleikum í snjalltækni fyrir heimili. Úrlausnarefnið sem við stóðum frammi fyrir var að skapa tæknilausnir sem höfðuðu til ólíkra þarfa og lífsstíls mögulegra eigenda.

Sérsníðanlegir pakkar fyrir alla húseigendur

Til að leysa þennan vanda bjuggum við til sérsniðna pakka á hverju stigi (Plús, Úrvals- og Sérhannaðan). Hver pakki endurspeglar ólík stig snjallheimilistækni. Hver þeirra er vandlega valinn af snjalltæknisérfræðingum okkar til þess að innihalda hljóð, mynd, lýsingu, gluggatjöld og öryggi.

Þótt hver pakki bjóði ólík stig tækni er möguleikinn á að sérsníða hvern pakka það sem gerir gæfumuninn í þessari lausn. Fyrir hljómburðarunnendur sem eru ekki tilbúnir að uppfæra í stærri pakka eru hljóðuppfærslur í boði fyrir þeirra pakka. Það gerir þeim kleift að glæða þann þátt tækninnar lífi sem þeir eru spenntastir fyrir.

Snjallheimilispakkar

Grunnpakki

 • Lutron snjallljósastýring
 • Savant snjallofnar
 • Savant snjallhýsitölva
 • 2N aðgangsstýring
 • Amazon Alexa raddstýring

Plúspakki

Plúspakkinn inniheldur allt úr grunnpakkanum auk:

 • Savant Universal fjarstýringar
 • Lutron sérsníðanlegra þráðlausra gluggatjalda
 • Bose hátalara í loftinu

Úrvalspakki

Úrvalspakkinn inniheldur allt sem er í Plúspakkanum auk:

 • Lutron sérsníðanlegra rafknúinna gluggatjalda
 • Leisergrafinnar Lutron Palladiom veggstýringar
 • Savant heimabíóhátalara fyrir aðalsjónvarp

Ógrynni möguleika

Snjalllausnir sem snúa að hljóði, mynd, lýsingu, rafdrifnum gluggatjöldum, aðgangsstýringu og öryggi geta verið yfirþyrmandi fyrir þá sem ekki hafa reynslu af snjallheimilum. Það er okkur því mikilvægt að bjóða upp á notendavænt kerfi og vörur sem er auðvelt að læra á og nota. Í þessu  verkefni þurfti teymið okkar að búa til leið til að kynna snjallheimilispakkana sem bjóðast í Austurhöfn. 

Verðlaunaður bæklingur til að leiðbeina húsnæðiskaupendum

Hönnunarteymi okkar vann með vörusérfræðingum okkar að gerð Prism verðlaunabæklings. Aðaltilgangur hans var að sýna alla möguleikana og kostina við að búa á snjallheimili. Innblástur fyrir þennan bækling kom frá tækniupplýsingabókum lúxusbíla sem sýna ógrynni tæknimöguleika og útlits á skýru sniði fyrir tækniáhugamenn jafnt sem nýgræðinga í tæknimálum. Bæklingurinn Austurhöfn Smart Home Specification and Price Guide inniheldur 28 síður af glæsilegum myndum. Síðast en ekki síst sýnir hann smáatriði um hvern pakka í boði og fer yfir þá ótrúlegu möguleika sem snjallheimilistæknin leysir úr læðingi á heimili þínu.

Hefur þú áhuga á að tæknivæða heimilið þitt eða atvinnuhúsnæði?

Viltu stökkva inn í 21. öldina? Kynntu þér lausnirnar sem við bjóðum upp á í síma +354 4979702 eða sendu póst á smart@smartspaces.is til að fá samband við snjallheimilisteymi okkar eða fasteignaþróunarteymið.