Árið 2016 höfðu Accel Partners samband við okkur, áhættufjármagnssjóður sem er best þekktur sem fyrsti stóri fjárfestirinn í Facebook, til þess að hanna alhliða hljóð- og myndkerfi fyrir nýjar evrópskar höfuðstöðvar þeirra í London. Kerfið þurfti að innihalda fjarfundabúnað í þremur ólíkum fundaherbergjum, Sonos hljóð- og mynduppsetningu á bókasafni og líkamsræktarstöð skrifstofunnar.
Teymið okkar þurfti að leysa fjölda úrlausnarefna til að hanna lausn Accel. Mikil notkun glers og stáls í hönnun nýju skrifstofunnar hafði skapað dramatískt og glæsilegt rými en skapaði miklar áskoranir í hljómburði. Útlitslega takmörkuðust möguleikar á staðsetningu hátalara og hljóðnema fundaherbergis.
Nordic Smart Spaces störfuðu náið með tæknistjóra Accel í London, skiptust á gögnum og skoðunum um kerfisþætti fyrir myndsímtöl og áætlanir um innleiðingu hljóð- og myndbúnaðar frá fyrri skrifstofu Accel inn í nýja kerfið. Til þess að hraða upptöku og stuðla að hnökralausu starfsumhverfi bjuggum við einnig til sérsniðið viðmót sem gerir hverjum sem er á skrifstofunni, frá kerfisstjórum til framkvæmdastjóra, kleift að nota fundaherbergi.
Accel verkefnið krafðist þess að við værum sveigjanleg, skapandi og móttækileg á öllum stigum starfstímans. Við vörðum viðbótartíma í að skoða vörur sem gætu skilað umframgæðum þrátt fyrir erfiðar aðstæður hvað varðaði hljómburð og unnum með Accel til þess að fínpússa hljómgæði með því að fínstilla hljóðnema og hljóðvinnslu.
Við höldum áfram að starfa með Accel í dag í að finna nýjar leiðir til þess að bæta hljóð- og myndkerfi fundaherbergisins. Dæmi um það var þegar fyrirtækið skipti nýlega um samstarfsaðila fyrir fjarfundabúnað og við unnum í fjarvinnu að uppfærslu helstu kerfa þannig að þau gætu virkað hnökralaust með nýju þjónustunni.
Starf okkar hefur hjálpað Accel að leita að og greina næstu kynslóð efnilegustu nýsköpunarfyrirtækjanna með því að búa til nýjar leiðir fyrir starfsfólk sitt til að hafa samskipti við brautryðjendur heimsins sem munu móta tæknilandslag framtíðarinnar. Einstakir möguleikar í hljóði og mynd gera teyminu í London kleift að starfa nánar með kollegum sínum á skrifstofunum í Palo Alto og Tel Aviv og að taka þátt vandkvæðalaust í fjarlægum fjárfestafundum úr einhverju fundaherbergjanna þriggja.
Viltu verða tæknivæddur risi í bransanum? Hringdu í +354 4979702 eða sendu tölvupóst á smart@smartspaces.is til að fá samband við snjallheimilisteymi okkar.
"They have been terrific in helping design the AV installation for our meeting rooms and public spaces in our London office. Their attention to detail has resulted in a very easy to use AV system and has maximised our investment in AV technology."
Rogier B., IT Manager Accel
Takk fyrir að hafa samband.
Endilega fylltu út eyðublaðið hér að neðan og við höfum samband.
Hlökkum til að heyra í þér fljótlega!