Skapaðu einstaka upplifun á heimilinu

Frá snjalllýsingu og gluggatjöldum til hljóðs og myndar og öryggis leysa snjallheimili möguleika heimilisins úr læðingi. Með því að vinna beint með þér og arkitektinum þínum eða hönnuði, aðstoðum við við að umbreyta rýminu þínu í stað þar sem einstök tækniupplifun á sér stað sem bætir líf þitt. Þökk sé virtri tækni frá samstarfsaðilum okkar er hvert tækniatriði á heimili þínu hluti af heild sem er bæði áreiðanleg og byggir á innsæi. 

Lýsing

Virkjaðu orkuna í lýsingu heimilisins. Snjallljósastýring gerir þér kleift að setja saman persónulegt andrúmsloft fyrir hvaða stemningu sem er. Hvort sem þú ert að halda fjörugt partý eða að slaka á með bók að kvöldi getur lýsing heimilisins umbreyst til að henta aðstæðum. Stilltu á ákveðna lýsingu til að vekja þig á morgnana eða lýstu upp heimilið þegar þú ert að heiman til þess að láta líta út fyrir að einhver sé heima. Með LED ljósastýringu sem getur skipt litum, hlýleika og styrk eru engin takmörk fyrir sköpunargleðinni sem þú getur fært inn á heimilið. 

Gardínur

Láttu náttúrulegt sólarljós vekja þig á hverjum morgni með sjálfvirkri stýringu á gardínum. Dragðu fyrir á kvöldin með einum takka eða raddskipun til þess að fá næði á heimilinu. Sjálfvirkar rúllugardínur eru dregnar frá eða fyrir eftir þínum óskum, samkvæmt áætlun eða hvort tveggja. Þær má samþætta við lýsingu heimilisins til þess að loka á sólarljós, einangra fyrir kulda og fleira á sama tíma og þær minnka orkunotkun.

Hljóð og mynd

Allt frá hátölurum í veggjum til hljóðvistarlausna sem eru eins glæsilegar og þær eru skilvirkar, mun teymi hljóðsérfræðinga okkar meta og bæta hljómburð alls heimilisins þannig að þú getir notið hljóðs eins og því var ætlað að heyrast. Við hjálpum þér að öðlast fullkomna stjórn á hljóð- og myndtækni heimilisins með því að samþætta það nýjasta í þeim efnum frá Savant, Amina, og fleirum þannig að þú getir notið heimilisins og afþreyingareiginleika þess til hins ítrasta. Viltu fá alvöru bíóupplifun? Heimabíóeiginleikar okkar eru háskerpumynd og óviðjafnanleg hljómgæði svo alltumlykjandi að þig mun aldrei aftur langa að kíkja út í bíó. 

Öryggi

Mikilvægasti þáttur hvaða heimilis sem er er hve miklu öryggi þú finnur fyrir. Öryggislausnir okkar samþættast snjallheimiliskerfinu þínu þannig að þú haldir stjórn á heimilinu og aðgangi að því sama hvar í heiminum þú ert. Öryggismyndavélar og aðgangsstýring gera þér kleift að sjá hver er að reyna að komast inn heima hjá þér og að gefa aðgang eða synja um aðgang, allt úr appi í símanum. Með ólíkum leiðum til að komast inn á heimilið, s.s. með fingrafaraskönnun eða RFID korti er öryggið eins sérsníðanlegt og hver annar þáttur á snjallheimilinu. 

Öryggislausnir okkar bjóða meira en bara líkamlegt öryggi. Snjallheimilin okkar eru byggð upp með áreiðanlegu og öruggu öryggiskerfi þannig að þú getir treyst því að persónuupplýsingar þínar eru jafnöruggar og áþreifanlegir hlutir á heimilinu. Snjallheimilislausnir okkar bjóða upp á stöðuga vöktun þannig að heimilið sé öruggt fyrir tölvuþrjótum.