Leystu kraft samskipta úr læðingi

Breyttu fundaherberginu þínu í miðstöð samskipta og samstarfs. Hljóð- og myndlausnir okkar fyrir fundaherbergi bjóða upp á myndsímtöl í hárri upplausn með kristaltæru hljóði, skjádeilingu fyrir marga notendur og auðvelda stýringu. Þegar búið er að setja upp fundaherbergið er einfalt að samþætta það við vinsæl fjarfundakerfi á borð við Zoom, Microsoft Teams og RingCentral. Fundaherbergið nýtur einnig stuðnings verðlaunaðra aðstoðarmanna okkar, sem tryggir að það verði aldrei úrelt eða bilað. Niðurstaðan er hnökralaust samstarfsumhverfi þar sem ekkert týnist í þýðingu.

Hátalarar og hljóðnemar

Flest tæki bjóðast með innbyggðum hljóðnemum og hátölurum en blikna í samanburði við þær lausnir sem samstarfsaðilar okkar bjóða. Með því að nota vel staðsetta hljóðnema og fyrsta flokks hátalara tryggjum við nákvæm samskipti milli þín, teymis þíns og viðskiptavina þinna. Hátölurum og hljóðnemum er komið fyrir á stöðum með góða hljóðvist þannig að það heyrist skýrt í þér sama hvar þú stendur í herberginu. Meðlimir teymisins munu ekki lengur þurfa að slást um bestu sætin í herberginu því öll sæti veita sömu hljóðupplifun.

Lýsing og gluggatjöld

Það gleymist oft að lýsing og stýring gluggatjalda hleypir lífi í fundaherbergi. Nútímaskrifstofur eru oft með miklu gleri, sem gerir erfitt að sýna kynningar almennilega án truflunar frá sólarljósi. Lausnir okkar í lýsingu og gluggatjöldum gefa þér völdin þannig að þú getir lokað á sólarljós með einum takka. Á grámyglulegum dögum getur góð lýsing látið rýmið ljóma upp og gefið svala og nærandi lýsingu á fundina hjá þér. Við störfum með leiðandi frumkvöðlum á borð við Ketra, Lutron og Savant til þess að tæknin hjá þér vinni eins vel og teymið þitt.

Hljómburður

Réttu hátalararnir og hljóðnemarnir hafa enga þýðingu ef ekki er hugað að hljómburðinum. Teymið okkar samanstendur af hljóðverkfræðingum sem hanna fundaherbergið þitt þannig að allt heyrist eins og það á að heyrast. Við leggjum áherslu á að koma í veg fyrir bergmál, koma á hljóðeinangrun og fleira með því að nota hindranir, dreifa og bassagildrur þannig að rýmið bjóði upp á fyrsta flokks hljóð í hverju horni. Með því að starfa með virtum hljóðfyrirtækjum á borð við Artnovion, tryggjum við að hljóðvistarlausnir okkar bæti ekki bara hljóðið í fundaherberginu heldur líka hönnun þess.

Samstarfsaðilar okkar í hljóði og mynd fyrir fundaherbergi

More
More
More
More
More
More