Hönnun > Uppbygging > Aðstoð

Fólk velur ýmsar leiðir til að koma snjalllausnum inn á heimili sín, hvort sem það velur að starfa með innanhússhönnuði eða arkitekt eða að koma eigin sýn í framkvæmd. Okkar meginmarkmið er að starfa með öllum hagsmunaaðilum í gegnum allt verkefnið með því að fylgja gagnreyndri aðferð okkar fyrir hönnun, uppbyggingu og aðstoð. Þetta ferli tryggir að við séum með þér allt frá upphafi vegferðar þinnar og til eftirfylgni og aðstoðar þannig að sýn þín sé í forgangi í gegnum allt verkefnið. 

Við bjóðum upp á alla hönnun tengda snjalllausnum og verkefnastjórn sé þess óskað.

Hönnun

Snjallheimilistækni ætti að bæta við hönnunarþátt heimilisins en ekki að draga úr honum. Við vinnum beint með þér og innanhússhönnuði þínum til að tryggja að hönnun heimilis þíns sé ekki hindruð af nýrri tækni.

Hönnunarstýrð hugsun – Hönnun heimilis þíns er í forgrunni allra ákvarðana sem við tökum. Tæknilausnum okkar er ætlað að aðlagast heimili þínu hnökralaust.

Sérvaldar lausnir – Hvert tækniatriði sem valið er fyrir þitt heimili er ítarlega yfirfarið af sérfræðingum okkar, þannig að þú getur fullvissað þig um að heimilið muni standast tímans tönn.

Samþætt stýrikerfi – Snjallheimili er meira en bara samansafn af innleiddum snjalltækjum. Það er heimili þar sem þú getur stýrt öllu sem þú vilt í einu samþættu kerfi. Í appi, á skjá eða á rofa á vegg – þitt er valið!

Uppbygging

Teymi tæknisérfræðinga okkar og verkefnastjóra tryggir að uppsetningin sé nákvæmlega eins og áætlað var í hverju skrefi. Með því að vinna beint með byggingaverktakanum eða hönnuði, náum við að setja upp tækni sem stenst tímans tönn og virkar. 

 

Áætlanir tilbúnar með tæknilýsingum – frá endurhönnuðum heimilum til nýrra eru tilbúnar áætlanir okkar notendavænar fyrir byggingaverktaka og arkitekta þannig að tæknin sé rétt upp sett á heimili þínu frá upphafi.

 

Verkefnastjórnun – frá stærstu þáttunum til minnstu smáatriða mun verkefnastjórnunarteymi okkar tryggja að kerfið þitt sé sett upp á tilsettum tíma og samkvæmt hönnun.

 

Nákvæmni – Við segjum ekki skilið við verkefni fyrr en við höfum fullvissað okkur um að háleitar gæðakröfur okkar séu uppfylltar eða rúmlega það. Við gæðaprófum alla þætti, þannig að allt virki sem skyldi frá fyrsta degi.

Aðstoð

Verðlaunuð tæknideild okkar tryggir að aðstoð okkar sé sniðin að hverju heimili þannig að þú getir fullvissað þig um að hvenær sem eitthvað fer úrskeiðis í kerfinu séum við til þjónustu reiðubúin til að laga það. 

 

99,9% áreiðanleiki – Snjallheimilisaðstoð okkar heldur heimilinu uppfærðu og tryggir að það starfi með hámarksskilvirkni.

 

Fjarvöktun – Húsið þitt talar við okkur allan sólarhringinn og sendir okkur boð um hvað þurfi að laga þannig að við getum brugðist hratt við, oftast áður en þú tekur eftir að nokkuð sé að!

 

Vantar þig aðstoð? Við erum alltaf til staðar. Þau sömu og hönnuðu og byggðu kerfið þitt eru alltaf til taks til þess að gera breytingar eða lagfæringar eftir því sem þörf krefur.

Við störfum með þeim bestu

Nordic Smart Spaces vinna aðeins með það besta í snjallheimilum. Hver vara sem við setjum upp á heimilum viðskiptavina okkar hefur farið í gegnum ítarlegar prófanir á bæði gæðum og virkni. Náið samstarf okkar við tæknifyrirtæki, arkitekta og hönnuði þýðir að heimilið þitt nýtur þess besta í snjallheimilistækni nútímans.

More
More
More
More

Artnovion

Gott hátalarasett og hljóðnemi virka bara svo langt sem þau ná. Hljóðvistarlausnir Artnovion laga enduróm og bergmál í rýminu til að tryggja að þú heyrir og heyrist eins og vera ber. Með úrvali áferða, efna og lita lyfta lausnir Artnovion hönnun rýmis gjarnan upp á hærra plan og bæta hljóðvist á sama tíma. 

Cisco Meraki

Í hvert skipti sem nýtt tæki á heimili þínu tengist netinu, eykur þú áhættu þína á tölvuárás. Hjá Nordic Smart Spaces vinnum við með Cisco Meraki búnað til að tryggja heimili þitt og tæki þess gegn jafnvel flóknustu tölvuárásum. Sumar af öruggustu stofnunum veraldar nota Cisco Meraki, sem sér fyrir stafrænu öryggi heimilisins. Einnig bjóðum við upp á netbúnað sem tryggir fyrsta flokks Wi-Fi á heimilinu eða á vinnustaðnum. 

More
More
More